Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Jóhann Damian Patreksson

Jói P – Jóhannes Damian Patreksson – er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum 10 bestu.

Jóa P þekkjum við öll, segir Ásgeir í kynningu á þættinum. Jói var að gefa út sína fyrstu sólóplötu Fram í rauðan dauðann og „segir okkur frá ævintýrinu öllu þegar það varð að veruleika árið 2017 og hann aðeins 16 ára. Hvernig fer það með 16 ára dreng að verða þekktur á einni nóttu? Hvernig er að sinna sólóferli þegar hann hefur verið með Kidda (Kristinn Óla) alltaf með sér? Hann talar persónulega um tilfinningar sínar sem introvert [innhverfur] maður. Hann segir okkur söguna alla og við tökum fyrir allt sem hann hefur gert. Jói er í annarri hljómsveit sem hann segir okkur frá. Mikið af tónlist og gott spjall við Jóa P sem heldur betur er með tvo fætur á jörðinni.

Takk fyrir að hlusta á 10 bestu og okkur Jóa!“

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.