Vinna við nýtt hús GA í fullum gangi
Vinna við nýja inniaðstöðu kylfinga er í fullum gangi hjá Golfklúbbi Akureyrar og styttist í fyrstu veggjasteypuna á kjallara hússins, sem rís vestan við golfskálann. Þetta kemur fram á vef Golfklúbbs Akureyrar. „Starfsmenn Lækjarsels og GA hafa unnið hér síðustu misseri og er gaman að sjá afraksturinn rísa hér jafnt og þétt. Áætlað er að vinnan við kjallarann klárist í apríl.“ Myndirnar sem hér fylgja með eru birtar á vef klúbbsins.
Á vef GA segir: „Fjósakallarnir“ hafa unnið hörðum höndum hér við viðhald á skápaaðstöðu kylfinga. Snemma í haust var farið í betrumbætur á neðri hæð turnsins þar sem skáparnir þar voru fjarlægðir og var allt tekið í gegn þar inni. Mun rýmið nú nýtast sem geymsla fyrir GA en það hefur svo sannarlega vantað geymslupláss undanfarin ár.
Myndir frá vinnu við nýja húsið
Gísli Bragi fór „holu í höggi“ með skóflunni!
Þá hefur aðstaða ræsis við 1. teig vallarins. Á vef GA segir: „Fjósakallarnir hafa undanfarnar vikur verið á fullu við breytingar á litla turninum en þar mun verða ræsisaðstaða. Skáparnir þar voru fjarlægðir og hefur verið sett glerhurð í stað gömlu hurðarinnar ásamt því að gluggar eru á öllum hliðum turnsins, þessi breyting lítur gríðarlega vel út og mun bæta aðstöðu ræsis í golfmótum til muna og er góð upplyfting við fyrsta teig.“