Fara í efni
Íþróttir

Vélsleðaveisla í Hlíðarfjalli - MYNDIR

Ívar Már Halldórsson flaug af sleðanum strax í fyrstu umferð keppninnar en harkaði af sér og hélt áfram. Ljósmyndir: Þórhallur Jónsson.

Íslandsmeistaramótinu í snjókrossi – snocross – lauk í gær þegar Motul-mótið fór fram í Hlíðarfjalli, fjórða og síðasta umferð mótaraðarinnar. Fyrst var keppt í Mývatnssveit um miðjan mars og tvær umferðir fóru fram á Sauðárkróki.

Bjarki Sigurðsson varð Íslandsmeistari í flokki þeirra bestu, Pro Open flokki, Einar Sigurðsson í Pro Sport flokki, þar er sá hópur sem næst lengst er kominn í  íþróttinni og í Sport flokki varð Bjarki Jóhannsson Íslandsmeistari. Þar reyna með sér byrjendur eða þeir sem eru styst á veg komnir. Í flokki unglinga var Alex Þór Einarsson eini keppandinn og sigraði að sjálfsögðu.

Hver flokkur keyrði þrjár umferðir í gær. Í Sport flokki keyrðu keppendur í fimm mínútur og síðan tvo hringi eftir það, en hinum tveimur fullorðinsflokkunum keyrðu þeir í sex mínútur og tvo hringi aukalega.

Úrslitin í gær urðu þessi:

Unglingaflokkur
1. Alex Þór Einarsson

Sport flokkur
1. Bjarki Jóhannsson
2. Axel Darri Þórhallsson
3. Elvar Örn Jóhannsson

Pro Sport flokkur
1. Einar Sigurðsson
2. Hákon Birkir Gunnarsson
3. Ármann Örn

Pro Open flokkur
1. Bjarki Sigurðsson
2. Baldvin Gunnarsson
3. Ívar Már Halldórsson