Vélsleðakempur tæta og trylla – MYNDIR
Fyrst tvær umferðir Íslandsmótsins í snjókrossi – snocross – fóru fram í Ólafsfirði um helgina.
Á laugardag var Heliair snocrossið og í gær var keppnin kennd við Skógarböðin; sú umferð var fyrirhuguð á Akureyri um næstu helgi en þar er snjóskortur svo ákveðið var að nota tækifærið og keppa strax aftur í Ólafsfirði.
Akureyringurinn Baldvin Gunnarsson sigraði báða dagana í flokki þeirra bestu, Pro open flokki. Hér að neðan má sjá glæsilega myndaveislu Þorgeirs Baldurssonar frá keppninni í Ólafsfirði.
Úrslitin um helgina urðu sem hér segir:
Heliair snocrossið
Unglingaflokkur:
- 1. Tómas Karl Sigurðarson
- 2. Sigurður Bjarnason
- 3. Skírnir Arnarsson
Sport lite flokkur:
- 1. Tristan Árni Eiríksson
- 2. Ívar Helgi Grímsson
- 3. Patrekur Knutsen
Sport flokkur:
- 1. Frímann Geir Ingólfsson
- 2. Gabríel Arnar Guðnason
- 2. Birgir Ingvason
Pro lite flokkur:
- 1. Kolbeinn Þór Finnsson
- 2. Ármann Örn Sigursteinsson
- 3. Elvar Örn Jóhannsson
Pro open flokkur:
- 1. Baldvin Gunnarsson
- 2. Ívar Már Halldórsson
- 3. Jónas Stefánsson
Skógarbaða snocrossið sunnudag
Unglingaflokkur:
- 1. Árni Helgason
- 2. Tómas Karl Sigurðarson
- 3. Sigurður Bjarnason
Sport lite flokkur:
- 1. Ívan Geir Heiðmarsson
- 2. Ívar Helgi Grímsson
- 3. Trausti Dagbjartsson
Sport flokkur:
- 1. Frímann Geir Ingólfsson
- 2. Viðar Freyr Hafþórsson
- 3. Ingólfur Atli Ingason
Pro lite flokkur:
- 1. Alex Þór Einarsson
- 2. Ármann Örn Sigursteinsson
- 3. Kolbeinn Þór Finnsson
Pro open flokkur:
- 1. Baldvin Gunnarsson
- 2. Ívar Már Halldórsson
- 3. Jónas Stefánsson
Vélsleðakappar Íslands reyna alls fimm sinnum með sér í baráttu um Íslandsmeistaratitil. Næsta keppni verður í Mývatnssveit 11. mars, því næst keppa þeir á Sauðárkróki 25. mars og loks á Egilsstöðum 15. apríl.