Fara í efni
Íþróttir

Valur Snær á einu höggi yfir pari og tók forystu

Valur Snær Guðmundsson slær af fyrsta teig í dag, á öðrum degi Akureyrarmótsins. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Valur Snær Guðmundsson tók forystu í meistaraflokki karla á Akureyrarmótinu í golfi í dag, á öðrum keppnisdegi. Hann lék 72 höggum en Örvar Samúelsson, sem hafði forystu eftir gærdaginn, lék á 78.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir hefur mikla yfirburði í meistaraflokki kvenna. Hún lék á 72 höggum í dag, einu yfir pari, en á 77 höggum í gær. Andrea hefur því leikið 36 holur á 149 höggum.

Efstir í meistaraflokki karla

147 – Valur Snær Guðmundsson (75 - 72)

151 – Örvar Samúelsson (73 - 78)

153 – Viðar Steinar Tómasson (77 - 76)

153 – Lárus Ingi Antonsson (74 - 79)

154 – Tumi Hrafn Kúld (77 - 77)

Meistaraflokkur kvenna

149 – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (77 - 72)

166 – Lilja Maren Jónsdóttir (82 - 84)

177 – Kara Líf Antonsdóttir (84 - 93)

Keppni á Akureyrarmótinu heldur áfram á morgun, laugardag, og lýkur á sunnudaginn.

Fyrsti keppnisdagur