Ótrúleg endalok og draumurinn er úti
KA-menn köstuðu frá sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag þegar þeir töpuðu 2:1 fyrir FH í Hafnarfirði eftir að hafa verið miklu betri lengi vel.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir í fyrri hálfleik og KA-menn höfðu öll ráð FH-inga í hendi sér lengst af. Þeir voru miklu betri; stýrðu algjörlega gangi mála þangað til 20 mínútur þegar allt gjörbreyttist; vinstri bakvörðurinn Bryan Van Den Bogaert fékk að líta gula spjaldið öðru sinni og var þar með rekinn af velli. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir mótmæli, hið seinna fyrir brot. Eftir brottreksturinn óx FH-ingum mjög ásmegin, sóttu af krafti og jöfnuðu aðeins fjórum mínútum eftir að KA-maðurinn fór af velli. Þeir fengu svo víti fjórum mínútum eftir markið en Kristijan Jajalo varði frábærlega frá Steven Lennon.
Allt stefndi í framlengingu þegar Davíð Snær Jóhannsson gerði sigurmark FH með glæsilegu skoti utan vítateigs þegar komið var langt inn í uppbótartíma.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.
Kristijan Jajalo markvörður KA ver vítaspyrnu Steve Lennon á 78. mínútu. Frábærlega gert hjá Jajalo. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson