Fara í efni
Íþróttir

Mengun langt yfir heilsuverndarmörkum

Gríðarleg loftmengun var á Akureyri í gær, svifryk var mest 416 míkgrógrömm á rúmmetra – 416 µg/m³ – klukkan sjö í gærkvöldi samkvæmt mæli Umhverfisstofnunar sem staðsettur er við Strandgötu, gegnt Hofi.

  • Loftgæði teljast mikil sé þessi tala 50 eða lægri þannig að loftgæðin voru rúmlega áttfalt undir heilsuverndarmörkum þegar verst lét.

Útskýring á litakerfinu um loftgæði á vef Umhverfisstofnunar.

  • Mengun er enn mikil í dag, svifryk mældist 114 míkgrógrömm á rúmmetra klukkan 10 í morgun.
  • Ekki var varað við ástandinu á vef Akureyrarbæjar í gær en í morgun birtist tilkynning um lítil loftgæði, sem stafa af „hægum vindi, stilltu veðri og mengun.“
  • Þar segir einnig: „Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.“
  • Akureyri er eini staður landsins þar sem loftgæði voru óholl í gærkvöldi, þegar skjáskotið hér að neðan var tekið, og staðan er einnig þannig nú.

Rautt er útskýrt þannig á vef stofnunarinnar:

  • Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðsvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.

Hægt er að fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna við Strandgötu á vefnum loftgæði.is.

Tafla Umhverfisstofnunar yfir loftgæði á Akureyri frá því í gær. Grænt er í lagi, en breyttur litur sýnir minni gæði og rautt er yfir heilsuverndarmörkum. Skjáskot af loftgaedi.is.