Íþróttir
Kemur bikarinn norður þriðja árið í röð?
17.02.2024 kl. 11:30
KA-liðið eftir að það varð Íslandsmeistari í fyrravor. Áður hafði liðið fagnað sigri í Meistarakeppni BLÍ, deildarkeppninni sjálfri og bikarkeppninni. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
Kvennalið KA leikur í dag til úrslita í bikarkeppninni í blaki, Kjörsbíkarnum. Andstæðingurinn er lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ og hefst baráttan klukkan 13.00 í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Þetta eru tvö bestu lið landsins um þessar mundir og því má búast við skemmtilegum og spennandi leik.
KA vann HK mjög örugglega í undanúrslitunum á fimmtudaginn, 3:0 – 25:14, 25:15, 25:19. Afturelding vann síðan Blakfélag Hafnarfjarðar, einnig 3:0.
KA-stelpurnar hafa orðið bikarmeistarar síðustu tvö ár og raunar unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri.