Fara í efni
Íþróttir

Jafnt hjá KA og KR í fjörugum fyrsta leik

Fyrsta mark KA í sumar - Ásgeir Sigurgeirsson og Bjarni Aðalsteinsson fagna á 24. mínútu eftir að Ásgeir jafnaði, 1:1, eftir laglegan undirbúning Bjarna. Viðar Örn Kjartansson í fjarska. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA og KR gerðu 2:2 jafntefli í dag í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu, efstu deildar Íslandsmótsins. Leikurinn á Greifavelli KA var fjörugur og mikil skemmtun, einkum fyrri hálfleikurinn þegar öll mörkin voru gerð, en sá seinni var reyndar aldeilis eftirminnilegur, m.a. vegna þess að tveir KR-ingar voru reknir af velli seint í leiknum.

KR komst yfir á 10. mín. með marki Luke Rae en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði á 24. mínútu með skoti úr miðjum vítateignum og Hans Viktor Guðmundsson náði forystunni fyrir KA nokkrum mínútu síðar með skalla eftir hornspyrnu. Það var svo undir lok hálfleiksins sem Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði með glæsilegu skoti utan vítateigs.

Aron Sigurðarson fyrirliði KR fékk að líta rauða spjaldið og var þar með rekinn af velli þegar vallarklukkan sýndi 88 mínútur en þá voru reyndar 10 mínútur eftir. Hann mun hafa slegið Andra Fannar Stefánsson.  Skömmu áður en leikurinn var flautaður af fór Hjalti Sigurðsson sömu leið þegar hann stöðvaði Jakob Snæ úti á miðjum velli með því að toga í treyju hans; Hjalti fékk þar að líta gula spjaldið öðru sinni og þar með rautt.

Meira í kvöld