Íslandsmótið í golfi - MYNDIR
Íslandsmótinu í golfi, sem hófst á fimmtudag á Jaðarsvelli, lýkur í dag. Keppni hófst snemma í morgun, en þeir sem standa best að vígi hefja leik í hádeginu. Hér má skoða myndasyrpu frá þremur fyrstu dögunum, sem smá upphitun áður en þeir bestu halda af stað!
Síðustu hollin eru þannig skipuð, höggafjöldi og rástímar:
12.10 Ragnhildur Kristinsdóttir GR (223 högg), Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR (223) og Hulda Gestsdóttir GKG (209).
12.20 Sverrir Haraldsson, Golfklúbbi Mosfellsbæjar (215), Rúnar Arnórsson, Keili (215), Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss (214).
12.30 Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (214), Tumi Hrafn Kúld, GA (212), Birgir Björn Magnússon, Keili (212).
12.40 Jóhannes Guðmundsson, GR (208), Hlynur Bergsson, GKG (207), Aron Snær Júlíusson, GKG (206).