Hulda með gott forskot, Andrea á 11 yfir pari
Hulda Clara Gestsdótir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er með átta högga forystu í kvennaflokki þegar Íslandsmótið á Jaðarsvelli er hálfnað. Hún lék á 70 höggum í gær, einu undir pari vallarins, og bætti um betur í dag þegar hún lék 18 holurnar á 69 höggum. Er því á 139 höggum eftir 36 holur.
Ragnhildur Kristinsdóttir, sem er með lægstu forgjöf allra keppenda á mótinu, og margir reiknuðu með að yrði Íslandsmeistari, er í öðru sæti þegar mótið er hálfnað. Hún lék á tveimur höggum yfir pari í dag, 73, og er samtals á fimm höggum undir pari – 147 höggum.
Andrea Ýr Ásmunsdóttir, sem leikið hefur best Akureyringa, er í fimmta sæti á 11 höggum yfir pari vallarins. Hún lék á 77 höggum í gær og 76 í dag, alls 153.
Ítarlega tölfræði er að finna á heimasíðu Golfsambandsins. Smellið hér til að skoða hana; með því að smella svo á nafn hvers keppanda má sjá ítarlega tölfræði um viðkomandi.