Hlynur fyrstur á fimm höggum undir pari
Hlynur Bergsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag af fjórum á Íslandsmótinu í golfi. Hlynur lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Hann jafnaði vallarmetið en þetta er reyndar aðeins annað mótið síðan tveimur teigum var breytt – vallarmetið fyrir þá breytingu var 64 högg.
Þrír eru á tveim höggum undir pari vallarins eftir fyrstu 18 holurnar, Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, og Rúnar Arnórsson, Keili.
Tumi Hrafn Kúld lék best akureyrsku karlanna í dag; fór hringinn á 70 höggum, einu undir pari vallarins.
Ekki hafa allir keppendur lokið fyrsta hring, en staða efstu manna breytist vart úr þessu.
Smellið hér til að sjá skor allra þátttakenda.