Fjórða umferðin í snjókrossi – MYNDIR
Fjórða og næst síðasta umferð Íslandsmótsins í snjókrossi (snocross) fór fram á svæði Bílaklúbbs Akureyri um helgina. Að þessu sinni bar Einar Sigurðsson sigur úr býtum í flokki þeirra bestu, Pro open flokki. Keppt var í fimm flokkum og eru nöfn efstu þriggja í hverjum þeirra hér að neðan.
Mótaröðin hófst í Ólafsfirði í lok febrúar, þá var keppt við Mývatn, síðan á Sauðárkróki, á Akureyri um helgina og lokaumferðin verður á Egilsstöðum 23. þessa mánaðar.
Svavar Ingi tók þessar glæsilegu í keppninni um helgina.
Unglingaflokkur
1. Alex Þór Einarsson 75 stig
2. Frímann Geir Ingólfsson 64
3. Sigurður Bjarnason 60
Sport lite
1. Einar Geirsson 75
2. Kristófer Logi Halldórsson 66
3. Viðar Freyr Hafþórsson 60
Sport
1. Kolbeinn Þór Finnsson 67
2. Alex Þór Einarsson 67
3. Birgir Ingvason 61
Pro lite
1. Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson 70
2. Víðir Tristan Víðisson 60
3. Guðbjartur Magnússon 58
Pro Open
1. Einar Sigurðsson 72
2. Bjarki Sigurðsson 62
3. Ívar Halldórsson 62