Íþróttir
Besti körfuboltamaður Íslands var kylfuberi
10.08.2021 kl. 06:00
Axel Bóasson og Martin Hermannsson á Íslandsmótinu um helgina. Ljósmynd: seth@golf.is
Einn þeirra sem tók þátt í Íslandsmótinu vakti sérstaka athygli sumra því þar var á ferð besti körfuboltamaður Íslands; Martin Hermannsson, atvinnumaður hjá Valencia á Spáni. Hann var þó ekki að spila sjálfur heldur var Martin kylfuberi fyrir Axel Bóasson, þrefaldan Íslandsmeistara úr Keili.
Axel var með næst bestu forgjöf allra á Íslandsmótinu, + 4,4. Aðeins Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hafði betri forgjöf, + 4,6. Hvorugt varð þó Íslandsmeistari, Ragnhildur varð önnur en Axel varð að gera sér 11. til 14. sæti að góðu.
Martin Hermannsson fylgist með Axel á mótinu á Jaðarsvelli um helgina. Ljósmynd: seth@golf.is