Íþróttir
Ásgeir fór af velli meiddur á hné
02.08.2022 kl. 21:45
Halldór Hermann Jónsson, sjúkraþjálfari KA, hugar að Ásgeiri Sigurgeirssyni eftir að hann meiddist í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, fór meiddur af velli þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar af leiknum gegn KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Hann kvaðst hafa fengið högg á hnéð og gekk við hækju að leik loknum.
Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðslin eru en Ásgeir fer í ítarlega skoðun eins fljótt og auðið er. Það yrði sannarlega mikil blóðtaka fyrir KA-menn ef framherjinn öflugi lenti á sjúkralistanum. Hann sleit krossband í hné fyrir fjórum árum en vonandi eru meiðslin aðeins smávægileg að þessu sinni.