Fara í efni
Íþróttir

Akureyringar áberandi í íshokkílandsliðinu

SA-konurnar í landsliðshópnum, taldar frá vinstri: Anna Sonja Ágústsdóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir, Katrín Rós Björnsdóttir, Magdalena Sulova, Kolbrún Björnsdóttir og Eva María Karvelsdóttir. Myndin er fengin af Facebook-síðu íshokkídeildar SA.

Akureyringar eiga að venju nokkuð mikið í íshokkílandsliði kvenna sem nú er statt í Slóvakíu þar sem liðið leikur í riðli í undankeppni Ólympíuleikanna. Af 22 leikmönnum koma 16 úr röðum Skautafélags Akureyrar, ýmist núverandi leikmenn SA eða hafa komið upp í gegnum yngri flokkana, spilað með meistaraflokki SA og síðan haldið út fyrir landsteinana og/eða suður yfir heiðar til annarra félaga. Átta eru núverandi leikmenn SA og átta koma úr röðum SA og spila nú með öðru félagi. 

Landsliðið tapaði naumlega fyrir Slóveníu í fyrsta leik riðilsins, 2-3, fyrr í vikunni, en mættu svo ofjörlum sínum í gær og töpuðu 1-15 fyrir landsliði Slóvakíu. Fyrirfram var reyndar vitað að Slóvakar væru með sterkasta liðið. Sylvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður SA, skoraði eina mark Íslands gegn Slóvakíu og annað af tveimur mörkum liðsins gegn Slóveníu, en Teresa Snorradóttir skoraði hitt. Íslenska liðið fór því miður í gegnum þennan riðil án sigurs, en 0-2 tap fyrir Kazakstan varð niðurstaðan í lokaleik liðsins í dag.

Kvennalandsliðið er þannig skipað. 

Markmenn:

Andrea Dilján Bachmann – SR
Karítas Sif Halldórsdóttir – Fjölni

Varnarmenn:

Teresa Regína Snorradóttir –  Fjölni (frá SA)
Eva María Karvelsdóttir – SA
Anna Sonja Ágústsdóttir – SA
Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir – SA
Katrín Rós Björnsdóttir – SA
Magdalena Sulova – SA
Ragnhildur Kjartansdóttir – SR (frá SA)
Inga Rakel Aradóttir – SR (frá SA, spilaði um tíma í Danmörku)

Sóknarmenn:
Friðrika Ragna Magnúsdóttir – SR
Berglind Rós Leifsdóttir – Fjölnir (frá SA)
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir – SR (frá SA)
Kolbrún Björnsdóttir – SA
Sunna Björgvinsdóttir – Södertälje SK í Svíþjóð (frá SA)
Kolbrún María Garðarsdóttir – Fjölnir (frá SA)
Amanda Ýr Bjarnadóttir – SA
Laura-Ann Murphy – Fjölni
Silvía Rán Björgvinsdóttir – SA
Hilma Bóel Bergsdóttir – Fjölnir (frá SA)
Sigrún Agatha Árnadóttir – Fjölnir 
Elísa Sigfinnsdóttir – Fjölnir