Fréttir
UFA-ungmenni: Íslandsmet og 16 gull
27.06.2024 kl. 12:02
Tobias Þórarinn Matharel setti Íslandsmet í 100 metra grindahlaupi 15 ára, auk þess að verða Íslandsmeistari í þremur einstaklingsgreinum og einu boðhlaupi. Myndir: UFA
Ungmennafélag Akureyrar (UFA) átti marga verðuga fulltrúa á Meistaramóti Íslands í flokki 15-22ja ára sem haldið var á Selfossi 21.-23. júní. Keppendur frá UFA unnu til 37 verðlauna, næstflest allra félaga sem sendu keppendur á mótið. UFA-keppendurnir unnu 16 gullverðlaun, 11 silfur og tíu brons. UFA varð að auki stigameistari félagsliða í flokki 15 ára drengja, 18-19 ára drengja og 20-22ja ára kvenna. Þá varð UFA í 2. sæti í stigakeppni mótsins með 231 stig.
Öflugur hópur keppenda og þjálfara UFA á Meistaramóti Íslands 15-22ja ára í frjálsum íþróttum.
Íslandsmet
- Tobias Þórarinn Matharel setti Íslandsmet í 100 metra grindahlaupi 15 ára
Íslandsmeistarar
- Emelía Rán Eiðsdóttir í kringlukasti 15 ára
- Elena Soffía Ómarsdóttir í spjótkasti 16-17 ára
- Alexander Breki í kúluvarpi og kringlukasti 18-19 ára
- Garðar Atli Gestsson í spjótkasti 15 ára
- Tobias Þórarinn Matharel í langstökki, þrístökki, 100 metra grindahlaupi og 300 metra grindahlaupi
- Petur Fridrik í 100 metra hlaupi 16-17 ára
- Sigurlaug Anna Sveinsdóttir í 400 metra hlaupi 18-19 ára
- Aþena Björk Ómarsdóttir í 100 metra og 200 metra hlaupi 20-22ja ára
- 4x100 metra boðhlaup 20-22ja ára stúlkna - Aþena Björk Ómarsdóttir, Sigurlaug Anna Sveinsdóttir, Guðrún Hjartardóttir og Elena Soffía Ómarsdóttir
- 4x100 metra boðhlaup 18-19 ára drengja - Alexander Breki, Robert Mackay, Petur Fridrik og Brynjar Páll Jóhannsson
- 4x100 metra boðhlaup 15 ára drengja - Kristófer Sigurðsson, Hreggviður Örn Hjaltason, Tobias Þórarinn Matharel og Arnar Harðarson
UFA-drengir unnu stigakeppni í flokki 15 ára drengja.