Fara í efni
Fréttir

Þórsarar öflugir og unnu Fram2 í spennuleik

Þórður Tandri Ágústsson gerði 10 mörk í sigrinum á Fram í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu B-lið Fram (Fram2) með eins marks mun, 34:33, í Reykjavík í gær í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill66 deildinni. 

Framarar byrjuðu mun betur og voru fimm  mörkum yfir eftir tæpar átta mínútur, 7:2, Þórsarar jöfnuðu 7:7 en heimaliðið náði þá frumkvæðinu á ný og hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 19:16.

Þórsliðið kom vel stemmt til síðari hálfleiksins, Kristján Páll markvörður reyndist Frömurum erfiður og Arnór Þorri Þorsteinsson jafnaði 23:23 þegar rúmar 10 mín. voru búnar. Þórsarar komust yfir í fyrsta skipti, 25:24, með marki Odds Gretarssonar, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður og þeir náðu fljótlega þriggja marka forskoti, 28:25. Framarar jöfnuðu 29:29 en Þórsarar komust strax yfir á ný og létu forystuna ekki af hendi.

Mörk Þórs: Þórður Tandri Ágústsson 10, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Oddur Gretarsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 4,  Hafþór Már Vignisson 4, Þormar Sigurðsson 2, Garðar Már Jónsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 19 - (36,5%)

Sex lið eru nú með fjögur stig, þar á meðal Þórsarar, öll að loknum þremur leikjum nema hvað Víkingar eru aðeins búnir með tvo leiki.

Leikskýrslan

Kristján Páll Steinsson lék mjög vel í markinu hjá Þór – varði 19 skot.