Fara í efni
Fréttir

Þrír heimaleikir KA í dag – Þór fyrir sunnan

Mikið verður um að vera í KA-heimilinu þegar bæði blaklið félagsins verða í eldlínunni fyrri hluta dags og síðan karlalið KA í handbolta um kvöldmatarleytið. Handboltalið Þórs leikur í Reykjavík, sækir þá lið Vals2 heim að Hlíðarenda.

KA-strákarnir eru í þriðja sæti deildarinnar, Unbrokendeildarinnar, með 24 stig úr 11 leikjum en Afturelding sæti neðar með 17 stig. Hamar er efstur með 29 stig og Þróttur í Reykjavík er með 25.

KA er á toppi kvennadeildarinnar, sem einnig kallast Unbrokendeild, með 27 stig en Afturelding er í þriðja sæti með 24 stig, jafn mörg og Völsungur.

Lið Aftureldingar hefur verið í ham í vetur og er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 13 leikjum, tveimur stigum á eftir toppliði FH. Afturelding hefur unnið níu leiki, gert eitt jafntefli og tapað þremur.

KA hefur hins vegar verið í töluverðum mótbyr; liðið hefur unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað átta. KA er sem stendur í 10. sæti með níu stig eftir 13 leiki, einu stigi á eftir HK og Gróttu, sem situr í hinu eftirsótta áttunda sæti, sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. 

Liðin mætast aftur í KA-heimilinu næstakomandi miðvikudag í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Poweradebikarsins.

Þórsarar eru á toppi næst efstu deildar Íslandsmótsins með 14 stig að loknum átta leikjum. Þeir töpuðu í fyrstu umferð en hafa síðan unnið sjö leiki í röð. Selfoss er einnig með 14 stig en að loknum níu leikjum, og Víkingar einnig, en þeir eiga 10 leiki að baki.

Lið Vals2 er í fjórða sæti með 10 stig eftir níu leiki.