Fara í efni
Fréttir

Reiðarslag – þyngra en tárum taki

Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

„Þetta er mikið reiðarslag og tilfinningalegt tjón fyrir Grímseyinga og okkur öll sem unnum eyjunni á heimskautsbaugnum. Byggðin í Grímsey hefur staðið höllum fæti og áfall á borð við þetta er því þyngra en tárum taki,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í dag í kjölfar þess að Miðgarðakirkja í Grímsey brann til ösku í gærkvöldi.

Ásthildur og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, sóttu Grímseyinga heim strax í morgun, ásamt prestunum tveimur sem þjóna eyjaskeggjum, séra Magnúsi Gunnarssyni og séra Oddi Bjarna Þorkelssyni. Bæjarstjórinn sagði aðkomuna hörmulega, íbúana slegna en stórhuga. „Þeir sjá Grímsey ekki fyrir sér kirkjulausa. Við styðjum íbúa auðvitað í hverju því skrefi sem þeir ákveða að taka,“ skrifaði bæjarstjórinn á Facebook.

Ásthildur vakti þar athygli á reikningsnúmeri Miðgarðakirkju: 565 - 04 - 250731, kennitalan er 460269 2539