Fréttir
Ódýrara til Reykjavíkur með viðkomu í London
08.11.2023 kl. 09:22
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), fagnar áætlunarflugi milli Akureyrar og Gatwick flugvallar í London í grein á Akureyri.net í morgun.
Í greininni bendir Albertína á, sem hún segir kannski koma fólki á óvart, að með fluginu opnist tækifæri til að fljúga á ódýrari máta milli Akureyrar og Reykjavíkur og öfugt en verið hefur.
„Þannig var til að mynda mögulegt að bóka flug nú á helginni frá Akureyri til Reykjavíkur (aðra leið) á 18.400 krónur með Icelandair, en á 12.221 krónu með easyJet. Vissulega með viðkomu í London, en það getur nú bara gert ferðina skemmtilegri.“
Smellið hér til að lesa grein Albertínu.