Fara í efni
Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri hjá Skógarböðunum

Skógarböðin í vetrarbúningi! Þessi frábæra mynd Axels Darra Þórhallssonar birtist á Facebook síðu Skógarbaðanna í vikunni.

Tinna Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna hefur óskað eftir að láta af störfum en Tinna hefur sinnt starfinu undanfarið ár. Eftirmaður hennar hefur þegar verið ráðinn, Kjartan Sigurðsson, og mun hann hefja störf um miðjan janúar n.k. og mun Tinna verða honum til halds og traust fyrstu vikurnar í starfi.

Kjartan Sigurðsson hefur á undanförnum árum rekið fyrirtækið Procedo ehf. sem sérhæfir sig í almennri viðskiptaráðgjöf. Kjartan er með MBA gráðu í viðskiptastjórnun frá Coastal Carolina University, en hann kláraði einnig B.Sc. í viðskiptafræði hjá sama skóla. Meðfram starfi sínu situr Kjartan í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.

„Fyrir hönd stjórnar Skógarbaðanna þakka ég Tinnu fyrir mjög gott starf og óskum við henni góðs gengis í nýjum verkefnum. Á sama tíma hlökkum við til samstarfsins við Kjartan sem við vitum að mun hlúa vel að áframhaldandi velgengni Skógarbaðanna,“ segir Sigríður María Hammer stjórnarformaður í tilkynningu.