Fara í efni
Fréttir

Mesta þátttaka í kosningum í mörg ár

Frá kjörstað í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þátttaka í forsetakosningum í dag er mun meiri á Akureyri en í kosningum mörg undanfarin ár, sveitarstjórnar-, alþingis- eða forsetakosningum.

Klukkan 18.00 höfðu 7.944 kosið í Verkmenntaskólanum á Akureyri, 53,29% þeirra sem eru á kjörskrá. Það er 10,52% meiri þátttaka en í síðustu forsetakosningum fyrir fjórum árum.

Þegar kjörstað var lokað í Grímsey höfðu 32 kosið, 60% fólks á kjörskrá, og í Hrísey kusu 80 manns á kjörstað, 60%. Þá eru ótalin atkvæði greidd utan kjörfundar.