Fara í efni
Fréttir

Landsbankinn og Þór endurnýja samning

Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, til vinstri, og Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs. Mynd af heimasíðu Þórs.

Landsbankinn og Íþróttafélagið Þór endurnýjuðu nýlega samstarfssamning og var skrifað undir hann í Hamri, félagsheimili Þórs. Á heimasíðu félagsins segir að bankinn hafi í töluverðan tíma verið einn af helstu samstarfsaðilum félagsins.

„Við Þórsarar erum gríðarlega ánægðir með áframhaldandi samstarf við Landsbankann. Samstarfið hefur gengið vel og þökkum við fyrir þann áhuga og stuðning sem Landsbankinn hefur sýnt okkar starfi og vorum við hér í dag að skrifa undir samning fyrir árin 2024 og 2025,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs við tilefnið.

Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri skrifaði undir samstarfssamningin fyrir hönd bankans og sagði við tilefnið að afar ánægjulegt væri að styrkja jafn öflugt íþróttastarf og Þór bíður upp á í sínum röðum. „Við hjá Landsbankanum erum stolt af samstarfi okkar og stuðning við Þór og gleðjumst því að áframhald verði á því,“ sagði útibússtjórinn.