Fara í efni
Fréttir

Kvennalið SA og Fjölnis mætast í dag

Að leik loknum á síðasta tímabili. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið SA í íshokkí tekur á móti liði Fjölnis í Skautahöllinni á Akureyri í dag kl. 16:45.

Þetta er önnur viðureign liðanna á þessu keppnistímabili, en þessi lið mættust í úrslitakeppni Íslandsmótsins, Hertz-deildarinnar, í vor. SA hafði unnið deildarkeppnina, en Fjölnir hafði betur í úrslitarimmunni.

SA vann hins vegar fyrstu viðureign liðanna á nýhöfnu keppnistímabili, 2-1, í Egilshöllinni syðra. Deildakeppni karla og kvenna í íshokkí hefur fengið nýjan samstarfsaðila og heita deildirnar nú Toppdeild kvenna og karla.

Ólíkt flestum öðrum íþróttagreinum er hægt að sjá leikmannahópana sem mæta til leiks í dag með góðum fyrirvara fyrir leik - sjá hér.