Fara í efni
Fréttir

KA mun búa vel – segir aðstöðu Þórs hlægilega

Þórssvæðið í Glerárhverfi. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Geir Hólmarsson, áhugamaður um íþróttastarf, fagnar, í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar, tímabærri uppbyggingu á svæði siglingaklúbbsins Nökkva og segir samning sem bærinn gerði nýlega við KA þarfan. „Eftir þennan nýja samning má segja að KA búi vel,“ segir Geir en álítur hins vegar að félagsaðstaða Þórs sé hlægileg. Uppbygging á svæði félagsins fyrir rúmum áratug hafi í raun verið fyrir UFA vegna landsmóts UMFÍ, en Þór njóti vissulega góðs af. Þórsarar leiki knattspyrnu á eigin íþróttasvæði en allar aðrar greinar þurfi félagið að stunda uppi í Brekku.

„Með vaxandi og breyttu hlutverki íþróttafélaga í félagsmótun unga fólksins í bænum eykst umfang starfsins sem kallar á aukna samræmingu deilda, jafnvel félaga, og samnýtingu rekstrarþátta til að ná sem mestri hagkvæmni í rekstri og hámarks félagslegum afrakstri. Sú pólitíska áhersla bæjarstjórnenda í gegnum tíðina að Þór skuli sæta því að starfa í bráðabirgða starfsaðstöðu víða um bæinn og sem minnst á starfssvæði sínu beinlínis vinnur gegn eigin markmiði bæjarins um félagslegt hlutverk íþróttafélagsins. Þetta er alveg furðulegur en ekki nýr háttur hjá bæjarvaldinu,“ segir Geir Hólmarsson sem varpar fram hugmynd að lausn á húsnæðisvanda bæði KA og Þórs. Án efa umdeildri hugmynd – en ef til vill sniðugri.

Grein Geirs Hólmarssonar