Fara í efni
Fréttir

Hóta að loka Hlíð vegna ófullnægjandi brunavarna

Slökkviliðið á Akureyri hefur varað Akureyrarbæ við yfirvofandi lokun Austurbyggðar 17 – þar sem dvalarheimilið Hlíð er til húsa – vegna ágalla á eldvörnum í húsnæðinu.

Málið var til umfjöllunar í bæjarráði Akureyrar í morgun.

Í bókum kveðst bæjarráð líta ábendingar í eldvarnaskoðun slökkviliðsins alvarlegum augum og áréttar að við þeim verður brugðist án tafar. Um leið gerir bæjarráð þá skilyrðislausu kröfu að ríkið og/eða Heilsuvernd ehf., sem yfirtók rekstur dvalarheimilanna á Akureyri á síðasta ári,  greiði kostnaðinn við þau verk sem þarf að vinna.

„Ótækt er að Akureyrarbær beri einn kostnað af óhjákvæmilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á húseignum sem ríkið hefur afhent þriðja aðila til ráðstöfunar endurgjaldslaust án samráðs við Akureyrarbæ sem er skráður eigandi húsnæðisins. Er bæjarstjóra jafnframt falið að kanna lagalega stöðu Akureyrarbæjar varðandi eignarhald á húsinu,“ segir í bókun bæjarráðs.