Frá London með öðru félagi – til Keflavíkur!
Farþegar sem áttu bókaða ferð frá Stansted flugvelli í London til Akureyrar með Niceair í dag komust ekki til landsins með félaginu, þar sem efasemdir komu upp á flugvellinum ytra um leyfismál. Fengu farþegarnir bókað með öðru flugfélagi til Íslands og áttu að lenda í kvöld í Keflavík.
„Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og [einn stofnenda] Niceair, segir að upp hafi komið efasemdir um leyfismál í Bretlandi, sem félagið er enn að fá skýringar á. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af yfirvöldum í Bretlandi vegna 70 ára krýningarafmælis Elísabetar Bretadrottningar,“ segir í frétt mbl.is í kvöld.
Þorvaldur Lúðvík segir vandamálið hafa komið starfsmönnum Niceair spánskt fyrir sjónir, enda hafi félagið fengið lendingarheimild í London fyrir tveimur eða þremur mánuðum.
Jómfrúrferð Niceair var í gær til Kaupmannahafnar og ferðin í morgun sú fyrsta á vegum félagsins frá Akureyri til London og til baka.
Nánar hér á mbl.is