Fara í efni
Fréttir

Frá London með öðru félagi – til Keflavíkur!

Þota Niceair á Akureyrarflugvelli í vikunni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Farþegar sem áttu bókaða ferð frá Stansted flugvelli í London til Akureyrar með Nicea­ir í dag komust ekki til landsins með fé­lag­inu, þar sem efa­semd­ir komu upp á flug­vell­in­um ytra um leyf­is­mál. Fengu farþegarnir bókað með öðru flug­fé­lagi til Íslands og áttu að lenda í kvöld í Keflavík.

„Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri og [einn stofnenda] Nicea­ir, seg­ir að upp hafi komið efa­semd­ir um leyf­is­mál í Bretlandi, sem fé­lagið er enn að fá skýr­ing­ar á. Erfiðlega hef­ur gengið að ná tali af yf­ir­völd­um í Bretlandi vegna 70 ára krýn­ing­araf­mæl­is Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar,“ segir í frétt mbl.is í kvöld.

Þor­vald­ur Lúðvík seg­ir vanda­málið hafa komið starfs­mönn­um Nicea­ir spánskt fyr­ir sjón­ir, enda hafi fé­lagið fengið lend­ing­ar­heim­ild í London fyr­ir tveim­ur eða þrem­ur mánuðum.

Jómfrúrferð Niceair var í gær til Kaupmannahafnar og ferðin í morgun sú fyrsta á vegum félagsins frá Akureyri til London og til baka.

Nánar hér á mbl.is