Fara í efni
Fréttir

Eiga bændur að skaffa okkur mat launalaust?

Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri, segir stöðuna í íslenskum landbúnaði gríðarlega alvarlega; landbúnaður og matvælaframleiðsla hafi oft mætt þrengingum en standi nú frammi fyrir algjöru hruni ef ekki verði gripið strax til raunhæfra aðgerða.

Hólmgeir segist, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag, hafa á tilfinningunni að hvorki neytendur né stjórnvöld geri sér raunverulega grein fyrir því hve staðan er alvarleg nú. Greinin hafi sjaldan eða aldrei búið við það rekstraröryggi sem eðlilegt væri atvinnugrein sem ætlað er að stuðla að fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggi með framleiðslu á heilnæmum matvælum.

Hólmgeir fjallar ítarlega um erfið rekstarskilyrði, meðal annars vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og sligandi vaxtakostnaðar. Hann spyr meðal annars: Ætlum við að horfa uppá landbúnaðinn okkar veslast upp á skömmum tíma?

Smellið hér til að lesa grein Hólmgeirs