Fara í efni
Fréttir

Börnin sprettu úr spori í Kjarnaskógi – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Stór hópur tók þátt í krakkahlaupi Súlur Vertical fjallahlaupsins sem fram fór í Kjarnaskógi í dag og stemningin var góð eins og vænta mátti. Keppt var í fjórum aldursflokkum, yngstu þátttakendur voru fimm ára og hinir elstu 12, og óhætt er að segja að hlaupararnir fóru misjafnlega hratt yfir. Allir komust þó heilir í mark, flestir með bros á vör enda vel hvattir af foreldrum og öðrum áhorfendum.

Fjallahlaupið sjálft verður svo þreytt á morgun, laugardag. Ræst verður í Kjarnaskógi í fyrramálið og fyrstu hlaupararnir ættu að koma í mark í göngugötunni um klukkan 11.00.

Þeir sem hlaupa lengst, alls 100 km, voru ræstir í kvöld við Goðafoss!