Fara í efni
Þór/KA

Þór/KA heima gegn Blikum í undanúrslitum

Lara Ivanusa, leikmaður Þórs/KA, og Blikinn Agla María Albertsdóttir eigast við í deildarleiknum um síðustu helgi. Þær mætast á sama stað eftir rúmar tvær vikur í undanúrslitum bikarkeppninnar. Myndir: Þórir Tryggvason

Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í fjögurra liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu, undanúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Reykjavíkurliðin Valur og Þróttur.

Átta liða úrslit keppninnar fóru fram í gær. Þór/KA vann FH 1:0 í Hafnarfirði eins og Akureyri.net greindi frá, Breiðablik sigraði Keflavík 5:2, Valur lagði Grindavík 6:0 og Þróttur vann Aftureldingu 4:1.

Dregið var til undanúrslita í gærkvöldi og leikirnir fara fram í lok mánaðarins.

Þór/KA tapaði 3:0 á heimavelli fyrir Breiðabliki í Bestu deildinni um síðustu helgi og fær því kjörið tækifæri til hefnda; til að  tryggja sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar.

Laugardag 29. júní:

  • Þór/KA - Breiðablik
    Leikurinn hefst klukkan 13.00 á Þórsvellinum (VÍS-vellinum)

Sunnudag 30. júní:

  • Valur - Þróttur
    Leikurinn verður á Valsvellinum (N1 vellinum) að Hlíðarenda og hefst kl. 13.00.

Smellið á myndina til að sjá umfjöllun um leikinn í gærkvöldi