Fara í efni
Þór/KA

Í kvöld: Fyrsti leikur Þórs/KA á heimavelli

Sandra María Jessen fagnar einu af fjórum mörkum sínum gegn FH um síðustu helgi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA fær Þrótt í heimsókn í dag í 3. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Þetta er fyrsti heimaleikur Stelpnanna okkar í deildinni í sumar.

Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 18.00.

Í fyrstu umferð Íslandsmótsins töpuðu stelpurnar 3:1 fyrir Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda en unnu svo stórsigur á FH í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þar var fyrirliðinn, Sandra María Jessen, í sviðsljósinu og gerði öll fjögur mörkin í 4:0 sigri. Hún er markahæst í deildinni, hefur gert fimm mörk, tveimur meira en þær næstu á listanum.

Þór/KA er því með þrjú stig en Þróttur er með eitt stig, gerði fyrst jafntefli við Fylki og tapaði síðan fyrir Val.

Eins og hefð er orðin fyrir á kappleikjum hér í bæ verður sjóðheitt grill á svæðinu og gómsætir hamborgarar til sölu. Sala árskorta er í fullum gangi og minnt á treyju- og bolasölu.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar.