Fara í efni
Þór

Tvítugur framherji til liðs við Þórsara

Knattspyrnumaðurinn Valdimar Daði Sævarsson er genginn til liðs við Þór. Hann er tvítugur framherji og samdi á dögunum til eins árs. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í dag.

Valdimar Daði er uppalinn í KR. Hann hefur spilað 42 leiki í meistaraflokki, alla fyrir KV nema einn, sem var fyrir KR. „Hann hefur einnig spilað 7 leiki fyrir unglingalandslið Íslands. Valdimar Daði er fljótur, leikinn og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað allar sóknarstöður á vellinum,“ segir á heimasíðu Þórs.

„Valdimar Daði er ekki alls ókunnur Þorpinu því Sævar faðir hans, býr á Akureyri og því hefur Valdimar Daði æft með yngri flokkum Þórs í gegnum tíðina þegar hann hefur verið hér fyrir norðan.“

Nánar hér á heimasíðu Þórs