Fara í efni
Þór

Mjólkurbikarinn: KA heima, Þór á útivelli

Núna í hádeginu var dregið um það hvaða lið mætast í 16 liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum. Akureyrarliðin fengu bæði lið úr sinni deild, KA heima, en Þórsarar fá útileik.

Lið KA fær heimaleik gegn Fram, tvö Bestudeildarlið sem mætast þar, en Þórsarar sækja Selfyssinga heim og þar mætast tvö lið úr Lengjudeildinni. Leikur Selfoss og Þórs hefur verið settur á miðvikudaginn 14. maí á Selfossi (JÁVERK-vellinum), en daginn eftir tekur KA á móti Fram á KA-vellinum (Greifavellinum). 

Leikir 16 liða úrslitanna:

  • Keflavík - Víkingur Ó.
  • Selfoss - Þór
  • ÍA - Afturelding
  • Valur - Þróttur
  • Kári - Stjarnan
  • Breiðablik - Vestri
  • KR - ÍBV
  • KA - Fram