Fara í efni
Þór

Þorvaldur ráðinn til aðstoðar Alusevski

Þorvaldur Sigurðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Þór. Hann verður Stevce Alusevski til aðstoðar út þetta ár hið minnsta.

„Valda þarf ekki að kynna fyrir Þórsurum, með honum kemur gríðarleg reynsla og mikið Þórshjarta og hlökkum við til samstarfsins,“ segir á Facebook síðu handknattleiksdeildar Þórs.

„Halldór Örn Tryggvason sem verið hefur aðstoðarþjálfari er nú í fæðingarorlofi þar sem tveir litlir Þórsarar litu dagsins ljós fyrr í haust hjá Dóra.“