Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu illa í Njarðvík

Atle Bouna Ndiaye var besti leikmaður Þórs í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu illa í gærkvöldi, 97:62, fyrir Njarðvíkingum í úrvalsdeild karla í körfubolta, Subway deildinni. Leikið var í Njarðvík.

Heimamenn tóku forystu strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Munurinn var reyndar ekki mikill í fyrri hálfleik; var aðeins fimm stig eftir tvo leikhluta af fjórum, 43:38.

Njarðvíkingar tóku svo öll í seinni hálfleik og Þórsarar sáu aldrei til sólar.

  • Atle Bouna Ndiaye var stigahæstur Þórsara með 17 stig og tók fimm fráköst
  • Reggie Keely gerði 13 stig og tók átta fráköst
  • Eric Fongue gerði gerði 11 stig og tók þrjú fráköst
  • Ragnar Ágústsson gerði átta stig og tók níu fráköst
  • Dúi Þór Jónsson gerði sjö stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar
  • Baldur Örn Jóhannesson skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst
  • Kolbeinn Fannar Gíslason gerði tvö stig og tók tvö fráköst

Þór er í neðsta sæti deildarinnar með með 2 stig eftir að hafa unnið einn leik af 12 leikjum. Vestri er með 6 stig, ÍR og Breiðablik 8 og KR með 10 stig í áttunda sæti.

Næsti leikur Þórs verður á fimmtudaginn í næstu viku þegar Vestri kemur í heimsókn. Það verður alvöru slagur í botnbaráttunni og Þórsarar verða að vinna til þess að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. Tvö lið falla úr deildinni.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í gær.