Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti Skagamönnum í kvöld

Jason Gigliotti ver skot frá Collin Pryor gegn ÍR á dögunum, eitt skota í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór og ÍA mætast í 18. umferð 1. deildar karla í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Þórsarar eru í 8. sæti með sex sigra, en ÍA í 7. sæti með átta sigra. Þar fyrir ofan er Þróttur í Vogum með átta sigra, eins og ÍA.

Fyrri leik liðanna í vetur lauk með fjögurra stiga sigri ÍA, 85:81, á Akranesi.