Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti Fjölnismönnum í dag

Jason Gigliotti og félagar taka á móti Fjölni í Höllinni í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tekur á móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, í Höllinni í dag kl. 18.15. Lið Fjölnis er í 3. sæti deildarinnar, hefur unnið 11 leiki af 13 en Þór er í áttunda sæti með fimm sigra í 13 leikjum. Fyrri leikur liðanna í haust var jafn og spennandi, en Fjölnismenn unnu með sex stiga mun.