Þór
Þórsarar taka á móti Fjölniskonum í kvöld
13.02.2024 kl. 16:45
Þórsararnir Maddie Sutton, til vinstri, Heiða Hlín Björnsdóttir og Eva Wium í sigrinum á Fjölni í Höllinni í desember. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Kvennalið Þórs í körfubolti fær Fjölniskonur í heimsókn í kvöld í B-hluta efstu deildar Íslandsmótsins, Subway-deildarinnar. Leikurinn efst í Íþróttahöllinni kl. 19.15.
Leikurinn er í 2. umferð B-hluta deildarinnar. Þór vann Snæfell á útivelli í fyrsta leiknum og er í efstur með 16 stig, Valur hefur 14 en Fjölnir og Snæfell bæði með 4 stig. Þrjú þessara fjögurra liða fara í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn ásamt þremur efstu sætum A-hlutans.
Þór og Fjölnir hafa mæst tvisvar í Subway-deildinni í vetur. Fjölniskonur unnu 70:62 á heimavelli snemma vetrar en Stelpurnar okkar sigruðu 85:75 í Höllinni í byrjun desember.