Fara í efni
Þór

Sparisjóðurinn semur við handboltalið KA/Þórs

Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Höfðhverfinga og Martha Hermannsdóttir fulltrúi KA/Þórs undirrita samninginn.

Fulltrúar Sparisjóðs Höfðhverfinga og handboltaliðs KA/Þórs undirrituðu á dögunum samstarfssamning.

„Þetta er eitt af verkefnum á sviði íþrótta- og tómstundamála sem Sparisjóðurinn styrkir í nærumhverfi sínu en hlutverk Sparisjóðsins er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð,“ segir í tilkynningu.

„Við erum afskaplega ánægð með að ganga til samstarfs við Sparisjóðinn og hlökkum til samstarfsins. KA/Þór er að ganga í gegnum endurnýjunarferli og eru mörg krefjandi verkefni framundan og skiptir þá öflugur bakhjarlahópur miklu máli,“ er haft eftir Stefáni Guðnasyni, stjórnarformanni KA/Þórs.

„Samstarf við kvennalið KA/Þórs smellpassar við sjálfbærnistefnu Sparisjóðsins en hluti af henni tekur á samfélagslegri ábyrgð þar sem við styðjum við íþrótta- og félagsstarf í nærumhverfi okkar. Við óskum KA/Þór góðs gengis í þeim verkefnum sem eru framundan,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri sparisjóðs Höfðhverfinga.