Þór
Oddur framlengir samning við Balingen
Oddur Gretarsson hefur framlengt samning sinn við þýska 1. deildarliðið Balingen-Weilstetten til eins árs, til loka keppnistímabilsins 2023. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greindi frá þessu í morgun.
Oddur gekk til liðs við Balingen sumarið 2017 og hefur síðan leikið með liðinu við afar góðan orðstír. Áður hafði hann leikið með Emsdetten í þrjú ár.
Nánar hér á handbolti.is