Fara í efni
Þór

Mikil spenna þegar Þór vann KR – MYNDIR

Heiða Hlín Björnsdóttir lék gríðarlega vel í gær. Hér fagnar hún eftir afar mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Heiða minnkaði þarna muninn í sex stig. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu KR-inga í gærkvöldi í æsispennandi leik, 71:69, í 1. deild kvenna í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri.

  • Skorið eftir leikhlutum: 17:19 – 14:12 – (31:31) – 11:20 – 29:18 – 71:69

Staðan var jöfn í hálfleik, 31:31, en að loknum þriðja leikhluta af fjórum höfðu gestirnir náð níu stiga forystu. KR-ingar virtust því með pálmann í höndunum en Þórsstelpurnar minnkuðu forskotið jafnt og þétt í síðasta fjórðungi og náðu að jafna, 61:61, þegar þrjár mín. voru eftir. KR komst þá aftur yfir og munurinn var fjögur stig, 69:65 fyrir KR, og 50 sekúndur eftir þegar Daníel þjálfari Þórs tók leikhlé. Að því loknu gerðu Þórsarar síðustu sex stigin og vel var fagnað að leikslokum, bæði leikmenn og áhorfendur, sem voru vel með á nótunum.

Heiða Hlín Björnsdóttir gerði 23 stig í leiknum og Maddy Anne Sutton 17 auk þess sem sú síðarnefnda tók 12 fráköst.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Þór er nú í þriðja sæti með 10 stig, jafn mörg og KR, en Stjarnan og Snæfell eru með 12.

Rut Herner Konrásdóttir gerir sóknarmanni KR erfitt fyrir... Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Marín Lind Ágústsdóttir sækir að körfu KR-inga. Ljósmynd: Sara

Maddy Anne Sutton skorar seint í leiknum. Ljósmynd: Sara

 

Violet Morrov, lang besti leikmaður KR ... Ljósmynd: Skapti

Rut og Maddy til varnar ... Ljósmynd: Skapti

Violet hitti ekki og Maddy hirti frákastið. Ljósmynd: Skapti

Marín Linda Ágústsdóttir (17) eftir að hún kom Þór yfir, 70:69, með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir!  Ljósmynd: Skapti

Hart var barist um boltann á ögurstundu. Ljósmynd: Skapti

Spennan var mikil í lokin! Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, Emma Karolína Snæbjörnsdóttir og Jóhanna Björk Auðunsdóttir á bekknum. Ljósmynd: Skapti

KR-ingar brutu á Maddy Anne Sutton þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir; freistuðu þess þannig að ná boltanum og skora eftir að hún tæki vítaskot. Ljósmynd: Skapti

Maddy hitti úr fyrra vítinu, Perla Jóhannsdóttir reyndi þriggja skot langt utan af velli en Hrefna Ottósdóttir varði. Ljósmynd: Skapti

Og þá var hægt að fagna og það innilega! Ljósmynd: Skapti

Ljósmynd: Sara Skaptadóttir

Ljósmynd: Skapti