Fara í efni
Þór

Mikið skorað þegar Þór sigraði Snæfell

Baldur örn Jóhannesson skorar þrátt fyrir góða tilraun Jaeden King til að koma í veg fyrir það. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar fögnuðu nýju ári því að vinna fyrsta leikinn í 1. deild Íslandsmótsins i körfubolta þegar Snæfell úr Stykkishólmi sótti þá heim í Íþróttahöllina í kvöld. Ekki er hægt að segja að varnarleikur hafi verið í fyrirrúmi því mikið var skorað; alls 213 stig en Þórsarar unnu sanngjarnan sigur – 113:100.

  • Skorið eftir leikhlutum: 30:31 – 28:25 – (58:56) – 22:21 – 33:23 – 113:100

Gestirnir byrjuðu betur og voru nokkrum stigum yfir nær allan fyrri hálfleikinn en Þórsarar skriðu fram úr með góðum kafla í lokin. Þriðji leikhluti var í jafnvægi en Þórsarar höfðu síðan yfirburði í fjórða og síðasta hlutanum; sköpum skipti kafli þar sem Þór gerði 10 stig í röð. 

Þór er nú í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig en Snæfel sem fyrr á botninum með fjögur stig.

Jason Gigliotti var öflugastur Þórsara, gerði 32 stig, tók 10 fráköst og átti. Harrison Butler, Reynir Róbertsson og Baldur Örn Jóhannesson gerðu einnig vel.

Jaeden King var langbesti sóknarmaður gestanna, skoraði 43 stig.

Reynir Róbertsson skorar tvö af 23 stigum í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Helsta tölfræði Þórsara:

  • Jason Gigliotti 32 stig – 10 fráköst – 3 stoðsendingar
  • Harrison Butler 23 stig – 6 fráköst – 5 stoðsendingar
  • Baldur Jóhannesson 13 stig – 8 fráköst – 6 stoðsendingar
  • Reynir Róbertsson 23 stig – 3 fráköst – 5 stoðsendingar
  • Smári Jónsson 9 stig – 1 frákast – 6 stoðsendingar
  • Hákon Arnarsson 8 stig – 3 fráköst
  • Páll Noel Hjálmarsson 5 stig

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.

Glæsileg varnartilþrif! Þórsarinn Jason Gigliotti kemur í veg fyrir að Jaeden King skori í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson