Fara í efni
Þór

Markvörður Eyjakvenna helsta fyrirstaðan

Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, sagði sóknarleikinn fínan á köflum í dag, ekki hafi vantað færin heldur að nýta þau og skora mörkin. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór mátti þola níu marka tap þegar liðið mætti ÍBV í 8. umferð Olísdeildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Liðið situr enn í 6. sæti deildarinnar með fimm stig úr átta leikjum.

ÍBV hafði yfirhöndina frá upphafi og náði fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleikinn. Eyjakonur létu þá forystu ekki af hendi og bættu heldur í frekar en hitt í seinni hálfleiknum. Munurinn varð mestur 11 mörk, en lokatölur urðu 25-16, ÍBV í vil. Þrjár voru jafnar í markaskorun fyrir Þór/KA, Isabella Fraga, Lydía Gunnþórsdóttir og Nathalia Soares Baliana, með fjögur mörk hver. Matea Lonac var með 34% markvörslu, varði 11 skot, og Sif Hallgrímsdóttir varði eitt skot af fjórum.

Helstu tölur hjá KA/Þór:
Mörk: Isabella Fraga 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Nathalia Soares Baliana 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Kristín A. Jóhannesdóttir 1,
Varin skot: Matea Lonac 11 (34,4%), Sif Hallgrímsdóttir 1 (25%).
Refsingar: 4 mínútur.

Til að skoða leikskýrsluna, smellið hér.

Til að skoða ítarlega tölfræði leiksins, smellið hér.

Í umfjöllun á mbl.is er viðtal við Örnu Valgerði Erlingsdóttur, þjálfara KA/Þórs, þar sem hún segir meðal annars að henni hafi fundist sóknarleikurinn fínn á köflum miðað við að liðið væri oft í basli við að skora mörk, í dag hafi vantað mörkin, ekki færin. Markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska reyndist okkar stelpum erfið og var með 56% markvörslu.

Nánari umfjölllun um leikinn má finna á mbl.is.