Fara í efni
Þór

Kaupa hlífðardúk á grasvöll Þórs

Net hafa oft verið lögð yfir hluta vallarins að vori til þess að flýta því að grasið grói.

Akureyrarbær hefur samþykkt að kaupa hlífðardúk á grasvöll Íþróttafélagsins Þórs í því skyni að lengja það tímabil sem völlurinn er nothæfur til knattspyrnuiðkunar. Kaupin voru ákveðin á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs á dögunum. Áður hafði frístundaráð samþykkt erindi Þórs.

Aðalvöllur Þórs er heimavöllur meistaraflokks félagsins í karlaflokki og liðs Þórs/KA í meistaraflokki kvenna. Ástand vallarins hefur verið misjafnt milli ára og veltur að miklu leyti á tíðarfari að vetri og vori.

Neðri myndin er tekin í maí 2013 þegar Sigfús Ólafur Helgason, þáverandi formaður Þórs, og Rögnvaldur Jónsson, starfsmaður félagsins á þeim tíma, skoðuðu ástand vallarins. Hvorki var æft né leikið á honum þann dag! Íslandsmótið í ár hefst upp úr miðjum apríl.

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson