Þór
KA fékk stig gegn Víkingi og Þór vann HK
24.02.2024 kl. 18:15
Ingimar Kristjánsson, Sveinn Margeir Hauksson og Aron Ingi Magnússon skoruðu í leikjum dagsins. Myndir: Skapti Hallgrímsson
KA náði jafntefli við Íslandsmeistara Víkings á útivelli í dag í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu og Þórsar fögnuðu þriðja sigrinum í röð í sömu keppni. Þeir unnu HK í Kópavogi í dag.
Ingimar Arnar Kristjánsson gerði fyrra mark Þórs í Kórnum rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og Aron Ingi Magnússon bætti marki við á 60. mín. Niðurstaðan 2:0 sigur, Þórsarar hafa unnið alla þrjá leikina í 3. riðli A deildar og er efstir með níu stig.
KA er áfram efst í 4. riðli A deildarinnar eftir 1:1 jafntefli við Víkinga í Reykjavík. Ari Sigurpálsson gerði mark Víkings í fyrri hálfleik en Sveinn Margeir Hauksson tryggði KA stig með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok; þegar sex mínútur voru liðnar af uppbótartíma.
Leikskýrslurnar: