Fara í efni
Þór

Í dag: KA/Þór mætir Fram á útivelli

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fimm mörk í sigurleiknum gegn Aftureldingu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sjöunda umferð Olísdeildar kvenna í handbolta hefst í dag með þremur leikjum. Þar á meðal er er leikur hjá stelpunum okkar þegar KA/Þór mætir Fram á útivelli kl. 16.

Fyrsti sigur KA/Þórs á leiktíðinni kom í síðustu umferð þegar þær mættu liði Aftureldingar á heimavelli. Tíu marka sigur, 26-16, varð niðurstaðan þar. Fram vann þriggja marka sigur á ÍBV á útivelli í síðustu umferð.

Gengi þessara liða var ólíkt í fyrstu umferð bikarkeppninnar sem spiluð var í vikunni. Nokkrum dögum eftir sigurinn á Aftureldingu vann KA/Þór risasigur á Berserkjum, 36-7. Á sama tíma beið Fram 12 marka ósigur gegn Selfyssingum.

Leikur Fram og KA/Þórs fer fram í Úlfarsárdal og hefst kl. 16.