Þór
Hrefna gerði 40 stig í stórsigri á b-liði Blika
06.11.2022 kl. 17:00
Hrefna Ottósdóttir gerði hvorki fleiri né færri en 12 þriggja stiga körfur og alls 40 stig. Til hægri er Andri Halldórsson þjálfari Þórsliðsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Hrefna Ottósdóttir var í miklu stuði í gær þegar Þór vann stórsigur á b-liði Breiðabliks í 1. deildinni í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Liðin mættust í Kópavogi, úrslitin urðu 101:45 og Hrefna gerði hvorki meira né minna en 40 stig, þar af 12 þriggja stiga körfur!
Maddy Anne Sutton lék einnig mjög vel, gerði 20 stig, gaf 12 stoðsendingar og náði 25 fráköstum! Mótspyrnan var ekki mikil eins og tölurnar sýna svart á hvítu en stigin dýrmæt í toppbaráttunni eins og öll önnur. Eftir sigurinn er Þór í 3.-4. sæti deildarinnar með 12 stig eins og KR.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.