Fara í efni
Þór

Góð frammistaða en tap í Garðabænum

Lore Devos í leik Þórs og Stjörnunnar á Akureyri í haust. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfuboltanum átti í fullu tré við lið Stjörnunnar þegar liðin mættust í 10. umferð Subway-deildarinnar í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn og skiptust liðin á forystunni út allan leikinn. Örlítið vantaði upp á í lokin til að landa sigrinum og fór Stjarnan að lokum með sex stiga sigur af hólmi.

Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem heimastúlkur í Stjörnunni höfðu frumkvæðið lengst af náðu Þórsarar að jafna og komast einu stigi yfir áður en fyrri hálfleiknum lauk. Lore Devos var áberandi í leik Þórsara þar sem Maddie Sutton og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir spiluðu ekkert í kvöld vegna meiðsla sem þær urðu fyrir í sigurleiknum gegn Keflavík. Stjarnan hafði frumkvæðið áfram að mestu í seinni hálfleik, en Þórsstelpurnar hleyptu þeim aldrei of langt frá, jöfnuðu og komust yfir bæði í þriðja og fjórða leikhluta. 

Stjarnan náði síðan að kreista fram sex stiga sigur á lokasekúndunum eftir hnífjafnar lokamínútur.

  • Skorið eftir leikhlutum: 19:17 – 18:21 – (37:38) – 29:24 – 28:26 – 94:88

Lore Devos var í stóru hlutverki í kvöld eins og jafnan áður í Þórsliðinu, skorðai 34 stig og tók 19 fráköst. Heimastúlkurnar Eva Wium Elíasdóttir og Heiða Hlín Björnsdóttir komu næstar í stigaskorinu fyrir Þór.

Tölfræði Þórsara; stig - fráköst - stoðsendingar:

  • Lore Devos 34 - 19 - 6
  • Eva Wium Elíasdóttir 19 - 2 - 4
  • Heiða Hlín Björnsdóttir 14 - 6 - 3
  • Hrefna Ottósdóttir 9 - 5 - 1
  • Jovanka Ljubetic 5 - 5 - 5
  • Karen Lind Helgadóttir 4 - 0 - 0
  • Rebekka Hólm Halldórsdóttir 3 - 1 - 0

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum á vef KKÍ.

Smellið hér til að sjá stöðuna í Subway-deildinni, en þegar þetta er skrifað og birt eru enn í gangi leikir í 10. umferðinni.