Fara í efni
Þór

Fyrsti sigur Þórs í höfn

Reynir Róbertsson átti stórleik fyrir Þórsara í gær. Hér er hann í leik gegn KR fyrr í haust. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Karlalið Þórs í körfubolta vann sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þegar liðið mætti Selfyssingum í gær. Lokatölurnar 93-80. Reynir Róbertsson skoraði 32 stig fyrir Þór, Harrison Butler 27 og Jason Gigliotti 19, ásamt því að taka 13 fráköst. Michael Asante var yfirburðarmaður í liði Selfoss, skoraði 34 stig, tók 25 fráköst og átti sjö stoðsendingar.

Selfyssingar höfðu forystu á kafla í fyrsta leikhluta, en Þórsarar tóku góðan sprett í lok leikhlutans og leiddu með fimm stigum í lok hans. Þeir bættu svo í forskotið í öðrum leikhluta og leiddu með níu stigum eftir fyrri hálfleikinn. Sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta, Þórsarar náðu mest 16 stiga forystu, en gestirnir komu með áhlaup og minnkuðu muninn í fjögur stig snemma í fjórða leikhluta. Nær komust þeir þó ekki og Þórsarar tóku leikinn aftur í sínar hendur og stóðu að lokum uppi með 13 stiga sigur.

  • Skorið eftir leikhlutum: 23:18 – 28:24 – (36:42) 20:20 – 22:18 – 93:80

Þetta var fyrsti sigur Þórs í deildinni í fjórum leikjum. Þórsarar eru nú jafnir Snæfellingum, Hrunamönnum og Selfyssingum með einn sigur, en Ármann vermir botnsætið án sigurs.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.

Smellið hér til að sjá ítarlega umfjöllun á heimasíðu Þórs.